Bókanlegar dagsetningar: Apríl til Október
Áfangastaður: Carnoustie
Dvalartími: 3 nætur / 3 hringir
Pakkinn felur í sér:
- 3 nátta dvöl á 3* Invercarse Hotel, Dundee
- 3 * 18 holur.
- Tveggja manna herbergi ásamt morgunverði
- Bílaleigubíll í samræmi við stærð hópsins eða einkaakstur (Sjá verð neðar) VERÐ VANTAR
- Flug með sköttum, Flutningur á golfsetti. báðar leiðir.
Leikinn verður einn golfhringur á hverjum eftirtalinna valla:
- Monifieth Medal
- Montrose Medal
- Panmure Golf Club
Þessi stutta, þriggja nátta ferð var sett saman til að veita þeim sem hafa lítinn tíma aflögu tækifæri til að upplifa þá frábæru fjölbreytni sem skoskt golf hefur upp á að bjóða. Dvalið er á þriggja stjörnu Invercarse-hótelinu í Dundee. Þaðan er innan við klukkustundar akstur á alla þrjá golfvellina sem innifaldir eru. Leikið verður á Medal Course hjá Monifieth Golf Club. Krefjandi og hefðbundnum Scottish Links velli. Daginn eftir er leikið á Medal Course hjá Montrose Golf Club. Þessi völlur birtist reglulega á Topp 100 heimslista Golf Monthly og þegar útsýnið á fyrsta teig blasir við má sjá hvers vegna. Lokahringurinn er leikinn hjá Panmure Golf Club. Open Qualifier völlurinn þar sem Ben Hogan æfði af kappi fyrir sigur sinn á 1953 Open í Carnoustie. Gætið ykkar á gloppunni beint fyrir faman flötina á 6. holu. Hogan stakk sjálfur upp á staðsetningu gloppunnar á þessari uppáhaldsholu hans á vellinum. Meðlimir kalla hana enn „Hogan´s Bunker“.
Verð frá:
ISK 120.000 á mann- Miðað við tvo í herbergi og bílaleigubíl
ISK 140.000 á mann- Miðað við tvo í herbergi og akstursþjónustu
Verð miðast við að lágmarki 4 golfara saman í hóp
Tveggja manna herbergi
Eins manns herbergi í boði gegn aukagjaldi sé þess óskað
Verð fyrir aukanætur/hringi fáanleg sé þess óskað
Skilmálar
Verð miðast við VISA gengi (ISK 138) frá 1.nóvember 2017 ISK 138. Endanlegt verður samþykkt þegar bókun er staðfest.
Önnur þjónusta í boði gegn þóknun:
- Túlkur
- Leiðsögumaður
- Málsverðir(Kvöldverðir/Hádegisverðir)
- Kylfusveinn
- Ljósmyndari
Iceland- 3 nights Carnoustie Country