Velkomin á síðuna okkar, sérhannaða fyrir íslenska golfara. Hér má finna pakkaferðir á heimaslóðir okkar í Carnoustie Country í kjölfar sérlega vel heppnaðrar hópferðar íslenskra golfara á Carnoustie Country Classic 2017.

Til að sýna velvilja okkar í garð íslenskra golfara höfum við sett þetta vefsvæði upp á ykkar eigin tungumáli til að kynna fyrir ykkur það allrabesta sem Carnoustie Country hefur golfáhugafólki að bjóða.

Hér finnið þið þrjár samsettar pakkaferðir sem innihalda flug frá og til Keflavíkur, farangursheimild fyrir golfsett og aksturskosti ásamt gæðagistingu og heimsklassagolfvöllum.

Þótt þetta vefsvæði hafi verið sett upp á íslensku skal bent á að öll tölvupóstsamskipti munu fara fram á ensku.

DP&L Golf býður einnig upp á dagskrársamsetningu svo þið getið planað hvern dag í heimsókn ykkar nákvæmlega, hvort heldur sem það er í Carnoustie Country eða öðrum golfsvæðum í Skotlandi. Á öðrum hlutum vefsíðu okkar má finna hlekki á aðra dægradvöl, tengda eða ótengda golfi, sem hægt er að skipuleggja til að gera ferð ykkar alveg einstaka.

Að auki fá allir meðlimir Golfklúbbs Reykjavíkur 10.000 króna afslátt á mann af öllum staðfestum bókunum. Til að virkja þann afslátt verður bókunin að berast í gegnum tengilið okkar hjá G.R. Vinsamlega hafið samband við [email protected] fyrir frekari upplýsingar eða til að bóka ferð.